Skíðin "preppuð".

Í gær stóð foreldrafélagið fyrir "skíða-preppi" fyrir æfingakrakka og foreldra. Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið góðar , en rúmlega 40 pör fóru í gegnum "prepp-maskínuna". Voru það 6 velunnarar sem tóku að sér að yfirfara skíðin, brýna og bræða.

Áætlað er að bjóða upp á þjónustuna fyrir Jónsmót og svo aftur fyrir Andrés, verður það auglýst nánar þegar nær dregur.