19.10.2006
Frétt af mbl.is Þessa dagana er verið að búa til snjó efst í hlíðum Hlíðarfjalls en snjóframleiðslan hófst á mánudag og eru fjórar snjóvélar nýttar til þess líkt og í fyrra. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður á skíðasvæði í Hlíðarfjalli, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að verið sé að nýta það kuldakast sem nú er til framleiðslunnar, en frostið efst í hlíðum fjallsins (í um 8-900 metra hæð), mælist nú vera um fjórar til fimm gráður.
Tilkynningin frá Guðmundi
Þá er að koma að því að hægt verði að opna í Hlíðarfjalli til æfinga. Við munum opna Strompbrekkuna innan tíðar. Okkur langar að heyrar frá skíðafélögum og kanna hvort þau hafi í huga að nýta sér aðstöðuna. Við munum takmarka aðgang að brekkunni þannig að aðstæður verði sem bestar fyrir hvern hóp sem verður í brekkunni á hverjum tíma. Um miðja næstu viku má gera ráð fyrir að hægt verð að fara á skíði.
Kveðja,
Guðmundur Karl Jónsson