16.03.2005
Loksins er komið að því að haldin verður snjóbretta helgi á Dalvík og verður hún um næstu helgi eða 18 - 20 mars.
Dagskráin er á bigjump.is og hér fyrir neðan
Það verður mikið fjör, pallar,reil, tónlist bæði upp í fjalli og niður í bæ. Þetta kemur til með að kosta lítið fyrir þá sem vilja vera með
Dagskrá.
Föstudagur
20:00 - 00:00 Brettakvöld í Böggvistaðafjalli, pallar, reil, tónlist og fleira skemmtilegt
Frítt fyrir þá sem eru með árskort en aðrir þurfa að borga lyftugjöld
Laugardagur
11:00 Borderkross mæting í fjallið og skráning klukkan 11:00. Keppni hefst klukkan 12:00
Pallar, reil og tónlist allan daginn
Frítt fyrir þá sem eru með árskort en aðrir þurfa að borga lyftugjöld
17:30 Pizzahlaðborð og brettamyndir í bakaríinu, pub, á Dalvík.
Verð kr 1000
20:00 - 22:30 Big jump pallar og fleira niður í bæ á milli bakaríisins og frystihúsins
Sunnudagur
10:00 gengið verður á Selhnjúk ef veður og aðstæður leifa
16:00 allir mæta í sundskálann framm í sveit og þvo af sér skítinn eftir helgina
kostar 200 KR