05.02.2007
Seinni partinn í gær var snjókerfið ræst eftir pásu í um einn mánuð. Allt útlit er fyrir að framleiddur verði snjór allan sólarhringinn út vikuna því spár gera ráð fyrir frosti fram að helgi. Aðstæður á skíðasvæðinu hafa verið ágætar þó svo að nokkuð hafi tekið upp af snjó en um 24. janúar hlýaði og hér hefur verið hiti síðan. Nú er hér -11 gráður og góðar aðstæður til snjóframleiðslu. Í dag var opnunardagur 55 sem verður að teljast nokkuð gott í byrjun febrúar.
Ef einhverjir hafa áhuga á að hjálpa til á meðan snjókerfið er í gangi geta þeir haft samband í síma 4661010 allan sólarhringinn næstu daga. Þá er upplagt að fá sér göngutúr upp í fjall og sjá hvernig þetta fer nú allt saman fram. Ef smellt er á vefmyndavél þá má sjá neðstu byssurnar ausa úr sér snjó.