24.11.2010
Í morgun hófst snjóframleiðsla í fyrsta skipti á Skíðasvæðinu á Dalvík á þessum vetri. Ágætt útlit er fyrir snjóframleiðslu næstu daga. Framleiðslan næstu daga verður neðst á svæðinu en þar vantar mest af snjó. Skíðasvæðið verður því lokað á meðan en upplýsingar um opnun verða setta hér inn á síðuna um leið og hægt verður að opna.
Í vetur borga 19 fyrirtæki alla snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Þau eru
Samskip, Samkaup, Samhentir kassagerð, KEA,Tréverk, Salka fiskmiðlun, Fosshótel, VIS, Promens, Katla, Húsasmiðjan, Sportferðir, Eimskip, Norðurströnd, Veisluþjónustan, Samherji, N4 og einn ónafngreindur aðili.
Skíðafélag Dalvíkur þakkar þessum aðilum fyrir rausnarleg framlög.