Snjóframleiðsla og vetur framundan.

Þá er snjóframleiðsla formlega hafin.
Veturinn síðasta hófum við framleiðslu 17. nóvember þannig að frostið var heldur seinna á ferðinni en í fyrra.
Við horfum þó björtum augum á veturinn svo lengi sem Covid spillir ekki friðinum. Það hafa verið gerðar talsvert miklar 
endurbætur á búnaði svæðisins og bættust við um 250m af snjógirðingum í Ingubakka og Barnabrekku sem ætti að leiða
til auðveldara viðhalds snjóalega á brekkunum og auka gæði þeirra, þá verður gerð breyting á Barnabrekkunni og ekki 
verður lengur troðið undir lyftuna á milli 2.-3. masturs heldur verður farið í barnabrekkuna ofan við 3. mastur til norðurs.
Þetta verður kærkomin ráðstöfun öryggisins vegna og dregur verulega úr áhættu á háhraða árekstrum á þessu svæði.

Þá var endurnýjuð drifrásin að miklu leiti í snjótroðaranum og vonumst við því eftir átakalittlum rekstri á honum í vetur, en
þess ber þó að geta að tækið er að verða 16 ára gamalt og því má alltaf búast við einhverju stuði... 7913.

Þá var haldið áfram að endurnýja raflagnir í neðri lyftu ásamt viðhaldi á hjólastellum og öðru sem tilheyrir,
auk þess var bætt við lýsingu í Ingubakka og Barnabrekku

Það er komin ný verðskrá á heimasíðuna okkar og stefnum við á að byrja að selja vetrarkort núna snemma næsta mánaðar.

Það er von okkar að veturinn verði okkur góður og við munum búa til fullt af góðum minningum í vetur.

Kv. Starfsfólk og Stjórn Skíðafélags Dalvíkur.