28.01.2010
Nú hafa skapast aðstæður til þess að hefja snjóframleiðslu á ný hér á Skíðasvæðinu á Dalvík og er þessa stundina verið að undirbúa gangsetningu. Allt útlit er fyrir að hægt verði að framleiða snjó næstu sólarhringa sem mun bæta aðstæður á svæðinu mikið. Eins og áður hefur komið fram eru það 18 fyrirtæki sem framleiða snjóinn á skíðasvæðinu í vetur, þau eru: Norðurströnd, Samherji, KEA, Samkaup, Samhentir umbúðalausnir, Tréverk, Höldur, Icelandair, Fiskverkun Dagmanns, Saga Capital, Salka Fiskmiðlun, Fosshótel, Veisluþjónustan Dalvík, Katla, VIS, Ásprent, Promens, Húsasmiðjan og einn ónafngreindur aðili.