16.12.2006
Snjókerfið var sett í gang seinnipartinn í gær og er enn í gangi og verður það meðan aðstæður aðstæður leyfa . Hér eru mjög góðar aðstæður til þess að framleiða snjó,frostið 10-12 gráður og logn. Við þessar aðstæður er snjókerfið að afkasta um það bil 180 rúmmetrum á klst, og því búið að framleiða um 5000 rúmmetra í þessari lotu.
Þeir sem hafa áhuga á að sjá byssurnar framleiða snjó ættu að drífa sig upp í Böggvisstaðafjall því þær eru rétt ofan við Brekkusel og framleiða ótrúlegt magn af snjó þessa stundina.