Snjókerfið, samið við Lenko.

Búið er að ganga frá kaupum á öllum búnaði sem þarf til snjóframleiðslu sem hefst á Skíðasvæðinu á Dalvík í haust. Samið var við Lenko sem er sænkst fyrirtæki sem hefur í langan tíma sérhæft sig í framleiðslu snjóframleiðsluvéla og hefur því mikla reynslu á því sviði. www.lenkosnow.com Búnaðurinn er væntanlegur til landsins um miðjan ágúst. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir um leið og búnaðurinn kemur til Dalvíkur og gert er ráð fyrir að um tvo mánuði taki að setja snjókerfið upp. Náðst hefur samkomulag við alla verktaka sem koma að uppsetningu búnaðarins. Til gamans má geta að í athugun er að vefmyndavélin á skíðasvæðinu taki fullan þátt í uppsetningu snjókerfisins og þeir sem áhuga hafa á að fylgjast með framkvæmdum geti séð þær í beinni.