Sparisjóður Svarfdæla styrkir Skíðafélag Dalvíkur

Á aðalfundi Sparisjóðs Svarfdala sem haldin var í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju í gær afhenti Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri Óskari Óskarssyni formanni félagsins gjöf frá sjóðnum. Eftirfarandi stóð á bréfinu: Með bréfi þessu afhendir Sparisjóður Svarfdæla Skíðafélagi Dalvíkur andvirði tveggja snjóbyssa, samtals 4.300.000 kr., til uppbyggingar á skíðasvæði félagsins í Böggvisstaðafjalli. Þessi peningagöf er félaginu gríðarlega mikilvæg og undirstrikar enn og aftur velvilja sjóðsins til Skíðafélagsins Dalvíkur. Nú er kostnaðurinn við uppsetningu snjókerfisins komin í rúma 32.000.000 króna og til verksins hafa fengist um það bil 25.000.000 króna í gjafafé.