Staða skíðasvæðisins.

Staðan á skíðasvæðinu
Í kjölfar óveðurs í síðustu viku hefur komið í ljós að töluvert tjón hefur orðið á snjógirðingum
svæðisins og verður hafist handa við að tína brak þeirra úr brekkunum og gera við það sem
hægt er. Skíðalyftur og önnur mannvirki virðast sem betur fer hafa sloppið.
Þá hefur snjótroðari svæðisins verið bilaður síðustu daga en varahlutir berast okkur um miðja
viku. Eftir þá viðgerð vonumst við til að geta gert brekkurnar klárar fyrir opnun.
Þó er ljóst að skíðasvæðið opnar ekki fyrr en búið er að gera við skemmdir sem urðu á
rafmagnslínum til Dalvíkurbyggðar en svæðið hafði verið án rafmagns í nær fimm sólahringa.
Áætlað er að þeirri vinnu ljúki seinni partinn í vikunni.
Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á og hlutirnir gengið brösuglega síðustu daga eru jákvæðu
fréttirnar þær mikið hefur bætt í snjó í fjallinu og munum við opna neðra svæðið eins fljótt og
kostur er. Í framhaldinu færum við okkur ofar í fjallið og opnum efri lyftu.
Við biðjum skíðaáhugafólk að sýna þessari stöðu skilning og komum með nánari upplýsingar
varðandi opnun í síðasta lagi fimmtudaginn 19. desember.
Njótið aðventu og sjáumst hress á skíðum