Stefnt á opnun í barnabrekku á þriðjudag

Byrjað að mugga í miðri brekku.... hægt er að sjá stöðuna í rauntíma á vefmyndavélum.
Byrjað að mugga í miðri brekku.... hægt er að sjá stöðuna í rauntíma á vefmyndavélum.

Eins og áður hefur komið fram var stefnt að opnun í fjallinu 1.desember. Þegar þetta er skrifað er ekki skíðafært í fjallinu. EN veðurspáin er okkur hliðholl og ef hún gengur upp eru líkur á töluverðum snjó. Því stefnum við á að opna barnabrekkuna nk. þriðjudag, en bendum áhugasömum á að fylgjast vel með á heimasíðunni okkar og á fésbókarsíðu félagsins.

Undanfarna daga hafa starfsmenn svæðisins unnið við að gera snjógirðingar klárar fyrir veturinn ásamt því að fínstilla snjóbyssur. Farið verður með byssurnar upp í fjall í dag og þær gerðar klárar til starfa um leið og veður gengur niður.