23.12.2006
Síðustu dagar hafa ekki verið okkur skíðafólki hliðhollir. Eftir að aðstæður voru orðnar frábærar í Böggvisstaðafjalli hefur tekið mjög mikið upp af snjónum sem var kominn. Þrátt fyrir það er enn snjór í fjallinu til þess að hægt verði að opna þegar veðrið skánar. Það er enn og aftur að koma í ljós að snjóframleiðslan er að redda okkur og segja má að sá snjór sem framleiddur var um síðustu helgi sé uppistaðan neðst á svæðinu. Áætlað er að um 10.000 rúmmetrar af snjó af hafi verið framleiddir í þeirri lotu.
Svæðið hefur verið lokað síðustu daga en nú stefnum við að því að reyna að opna það annan dag jóla en það fer eftir því hvernig veðrið verður næstu daga og svo hvort okkur tekst að færa framleidda snjóinn á réttu staðina. Þessa stundina gengur enn ein SV áttin yfir okkur og ekki gott að átta sig á hverju hún breytir. Hér eru SSV 15 metrar og sjö stiga hiti.
Nánari upplýsingar á símsvaranum 8781606 og hér á síðunni.