Stefnt að því að halda Firmakeppnina á morgun

Eins og áður hefur komið fram þá stefnum við á að halda Firmakeppnina á morgun mánudag kl. 13:00 sem er annar dagur páska, mæting er 12:30. Við viljum biðja þá sem ætla að taka þátt í keppninni að hringja í símsvarann, 8781606 kl.11:00 og fá upplýsingar um hvort mótið verður. Aðstæður á skíðasvæðinu gætu orðið erfiðar til þess að hafa samhliðasvig á morgun þar sem töluvert snjóar hér þessa stundina og spár gera ráð fyrir snjókomu til morguns.