Stjörnu hópur, nýjung í vetur.

Æfingar eru hafnar hjá Stjörnu hópnum sem er nýjung hjá Skíðafélagi Dalvíkur í vetur en hann er fyrir 4, 5, 6 og 7 bekk. Hópurinn er fyrir þá sem vilja fara hægar yfir og eru ekki endilega að æfa sig fyrir keppni. Þessar æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16:15 til 17:45 Leiðbeinandi er Harpa Rut Heimisdóttir og gefur hún upplýsingar á skíðasvæðinu á daginn.