Stórsvigsgallar.

Foreldrafélag Skíðafélags Dalvíkur stefnir á að bjóða til sölu stórsvigsgalla fyrir skíðaveturinn 2008. Foreldrafélagið sér um gallakaupinn og er að kanna áhuga fólks á að kaupa gallana. Haft verður samband við alla foreldra barna sem eru skráð á æfingar hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Til þess að þetta gangi hratt fyrir sig biðjum við foreldra að skoða málið og helst af öllu svar þegar haft verður samband. Á myndasíðunni er mynd af gallanum og hér að neðan er tafla yfir stærðirnar á göllunum. Stærð. Hæð, cm,...Þyngd. XXXL 190-195... >103 XXL 185-190... 93-102 XL 179-185... 84-92 L 173-178... 72-82 M 162-170... 55-70 S 146-160... 40-53 XS 130-145... 28-38 XXS 110-125... 27