Nú er farið að styttast hressilega í páskana, þeir verða 6.-11. apríl og er tilhlökkunin mikil.
Eins og venjulega verður mikið um að vera hér á Skíðasvæðinu á Dalvík.
Veðrið hefur unnið vel með okkur og lítur út fyrir flott snjóalög og almennar aðstæður.
Dagskráin verður eftirfarandi:
-
Skírdagur, opið 10:00-16:00 og 20:00-22:00, skíða kvöld 18 ára + eldstæði tónlist og kosý.
-
Föstudagurinn Langi, opið 10:00-16:00, 80' klæðnaður, verðlaun fyrir besta gallann, tónlist, samhliðasvig fyrir alla.
-
Laugardagur, opið 10:00-16:00, klukkan 11:00 verður páskaeggja leit fyrir börnin, þrautabraut, 14:00 heitt kakó á skafli.
-
Páskadagur, opið 10:00-16:00, klukkan 10:00 Páskaeggja mót fyrir alla 7 ára og yngri, tónlist gott veður :-)
-
Annar í páskum, opið 10:00-16:00, klukkan 10:00 Firmamót tónlist, pylsur á skafli eftir mót.