Súrsæt byrjun.

Skíðaveturinn 2019-2020 hefur farið brösulega af stað,  þungt veðurfar, rafmagnsleysi og bilanir í tækjabúnaði svæðisins hafa gert starfsfólki svæðiðisins erfitt um vik, í að þjóna gestum sem skildi. Í dag 9. janúar er snjótroðarinn bilaður en vonandi næst fyrir það sem fyrst.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður eru opnunardagarnir orðnir 15 talsins og því ættu þeir sem skíðað hafa alla opnunardaga náð inn fyrir vetrarkortinu sínu og vel það :-) Starfsfólk svæðisins er þó ansi bjartsýnt á áframhaldandi vetur enda snjóalög með betra móti miðað við árstíma og aðstæður að mörgu leiti góðar. Daginn er tekið að lengja og meiri snjór í kortunum. Þannig að þegar snjótroðarinn verður komin í lag verður fátt sem stöðvar okkur í því að gera gott svæði betra og munum við koma efra svæðinu af stað mjög fljótlega enda rétt að verða komin nægur snjór í Lyftubrekku efri og lyftusporið. Þá erum við byrjuð að skoða Norðurleiðina og aðrar skíðaleiðir.

Með kveðju, 

Starfsfólk Skíðasvæðis Dalvíkur.