Tækifæri fyrir þá sem ekki þora og byrjendakennsla

Á þriðjudagskvöldið höldum við áfram með byrjendakennsluna og eins og áður er greitt 1500 fyrir skiptið og eru lyftugjöld innifalin í því verði. Einnig viljum við vekja athygli á því að fullorðið fólk sem langar á skíði en þorir ekki að fara í fjölmenninu á daginn er velkomið þessi kvöld sem byrjendakennslan er. Þarna hefur fólk tækifæri til að skíða í rólegheitum og fámenni.