08.03.2007
Nk. laugardag 10 mars verður TePe mót í Hlíðarfjalli 9-10 ára þe. börn fædd 96 og 97 keppa í stórsvigi og er mæting við Strýtuhús kl. 1000. Börn fædd 98 og seinna fara í þrautabraut og er mæting hjá þeim í Strýtuhús kl. 1200. Allir krakkar fá glaðning þegar númerum er skilað og verður verðlaunaafhending að móti loknu. Skráning er í síma 861-4050 (Þórunn) einnig er hægt að skrá í Brekkuseli í síma 466-1010 og mun Snæþór sjá um að koma skráningu til skila. Skráningu þarf að vera lokið fyrir kl. 1500 á morgun föstudag 9 mars. Þetta er upplagt tækifæri til að skreppa með börnin og lofa þeim að kynnast Hlíðarfjalli, sjá aðrar lyftur og öðruvísi brekkur. Gott væri ef foreldrar töluðu saman og sameinuðust í bíla. Við hvetjum alla til að taka þátt og skemmta sér á skíðum í Hlíðarfjalli. Skíðakveðjur Þjálfarar.