TEPE-mót í Hlíðarfjalli.

Yngsti hópur Skíðafélagsins á TEPE mótinu í dag að lokinni verðlaunaafhendingu.
Yngsti hópur Skíðafélagsins á TEPE mótinu í dag að lokinni verðlaunaafhendingu.

Í dag hélt Skíðafélag Akureyrar árlegt TEPE - mót þar sem keppt er í stórsvigi í öllum flokkum. Mótið byrjaði kl 09:00 í morgun á 8 ára og yngri, en kl 16:00 byrjuðu svo eldri krakkarnir 9 ára - 15 ára. Aðstæður í Hlíðarfalli voru hinar bestu, sól, logn og -0°C. Skíðafélag Dalvíkur átti nokkra þátttakendur í báðum ráshópum þ.e. bæði hjá yngri og eldri.

Krakkarnir okkar stóðu sig ljómandi vel enda mikið fjör í Hlíðarfjalli, að lokinni keppni fengu allir grillaðar pilsur. 

Úrslit er hægt að sjá á Facebook-síðu Skíðafélags Akureyrar