18.01.2004
Frábær árangur afrekshóps SKA um helgina
Á úrtökumóti SKÍ fyrir FIS-mót í Noregi í næsta mánuði sýndu þeir sem eru í afrekshópi SKA sína bestu hliðar og úr honum koma 6 af þeim 10 sem bestum árangri náðu, auk eins SKA-keppenda sem enn hefur ekki aldur til að vera þar.
Bestum samanlögðum tíma í unglingaliði stúlkna náði Elín Arnarsdóttir, SKA, önnur varð Ásta Björg Ingadóttir, SKA, og þriðja Aldís Axelsdóttir, Víkingi. Í unglingaúrvali stúlkna náði Agla Gauja Björnsdóttir, Ármanni, besta samanlögðum tíma og önnur var Salome Tómasdóttir, SKA. Í unglingaliði drengja var Karl F Jörgensen, SKA, með besta tímann og Snorri Páll Guðbjörnsson, Dalvík, annan besta. Jafnir í þriðja sæti voru Árni Þorvaldsson, Ármanni, og Óðinn Guðmundsson, SKA. Samanlagðir næst bestu tímar voru betri hjá Óðni. Í unglingaúrvali drengja var Kári Brynjólfsson Dalvík, með besta tímann, og Guðjón Ólafur Guðjónsson, Víkingi, með næstbesta tímann. Tímarnir í stórsviginu í dag eru hér og heildarúrslit hér.
Þau sem komast á ofangreint FIS-mót á vegum SKÍ eftir þetta úrtökumót eru:
Elín Arnarsdóttir, SKA (afrekshópur)
Ásta Björg Ingadóttir, SKA (afrekshópur)
Aldís Axelsdóttir, Víkingi
Agla Gauja Björnsdóttir, Ármanni
Salóme Tómasdóttir, SKA
Karl Friðrik Jörgensen, SKA (afrekshópur)
Snorri Páll Guðbjörnsson, Dalvík (afrekshópur)
Óðinn Guðmundsson, SKA (afrekshópur)
Kári Brynjólfsson, Dalvík (afrekshópur)
Guðjón Ólafur Guðjónsson, Víkingi