27.11.2013
Skíðafélag Dalvíkur hefur gengið frá þjálfara ráðningum fyrir veturinn. Þrátt fyrir að nokkurn tíma hafi tekið að ganga frá þeim málum hefur nú tekist að finna farsæla lausn á málinu. Þeir sem verða þjálfarar og kennarar í vetur eru Harpa Rut Heimisdóttir, Sveinn Torfason og Sólrún Anna Óskarsdóttir. Stjórn telur að með þessum mannskap verði starfið farsælt í vetur eins og undanfarin ár en hingað til hefur félagið haft góða þjálfara og kennara á sínum snærum. Björgvin Hjörleifsson sem hefur verið þjálfari hjá félaginu lengi hverfur til annarra starfa í vetur. Björgvin hefur unnið gott starf fyrir Skíðafélag Dalvíkur í mörg ár og náð frábærum árangri í starfi. Skíðafélag Dalvíkur þakkar Björgvin kærlega fyrir samstarfið og óskum við honum góðs gengis á nýjum vettvangi.