Þjálfarar Skíðafélags Dalvíkur í vetur.

Búið er að ganga frá þjálfaramálum Skíðafélags Dalvíkur fyrir næsta vetur. Björgvin Hjörleifsson, Kári Ellertsson, Harpa Rut Heimisdóttir og Sveinn Torfason verða öll áfram við þjálfun en þau voru öll hjá félaginu síðasta vetur. Kári og Sveinn verða með 13 ára og eldri og Björgvin og Harpa með yngri flokkana.