Þorramót 2007

Þorramót 2007 verður haldið n.k. laugardag í Böggvistaðarfjalli. Keppt verður í öllum flokkum í svigi og hefst keppni kl. 11:00. Verðlaun verða veitt fyrir hvern árgang og öll börn 6 ára og yngri fá viðurkenningu fyrir þáttökuna. Allir krakkar sem skráðir eru á æfingar hjá Skíðafélagi Dalvíkur eru skráðir á mótið en það má gjarnan láta vita upp í Brekkusel ef einhver er staðráðin í að taka ekki þátt. Ef aðstæður á laugardag verða erfiðar þá munum við reyna aftur á sunnudag.