Troðarinn tilbúinn og unnið er á fullu í dælustöðinni fyrir snjókerfið.

Í dag lauk viðgerð á snjótroðaranum en tvær síðustu vikur hefur verið unnið við að skipta um reimar í beltunum og fleira. Nokkrar tafir urðu á viðgerðinni þar sem okkur vantaði varahluti frá Ítalíu sem síðan komu í gær. Næstu daga verður svæðið gert klárt fyrir opnum og stefnum við á að opna svæðið einhvern næstu daga en frá því verður sagt hér á síðunni þegar nær dregur. Líklegt er að í efri lyftunni sé kominn mjög góður snjór en minni snjór er á neðra svæðinu. Vinna við snjókerfið er á fullu en verið er að vinna við frágang í dæluhúsinu. Í vikunni líkur vinnu við dæluna en þá á eftir að ganga frá rafmagnstengingum og því er orðið ljóst að nokkrar tafir verða á því að við getum framleitt snjó en stefnan frá upphafi var að gangsetja kerfið um miðjan nóvember. Þrátt fyrir að tafir verði á gangsetningu erum við mjög ánægð með gang mála því allri útivinnu er lokið fyrir utan smá vinnu í kringum dæluhúsið. Nýjar myndir eru á myndasíðunni.