Undirbúningur fyrir Skíðamót Íslands á fullu.

Þessa dagana er verið að flytja til snjó til þess að laga aðstæður fyrir Skíðamót Íslands sem verður á Dalvík og á Ólafsfirði eftir 10 daga. Aðstæður á Dalvík eru ágætar en þar fara alpagreinarnar fram. Í dag var verið að flytja snjó á skíðasvæðið á Dalvík sem settur var við neðri enda á neðri lyftunni en þar vantaði orðið hreinan snjó en sá sem fyrir var var orðin frekar óhreinn. Myndir á myndasíðunni Á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar segir að í morgun hafi hafist "framkvæmdir" við göngubraut í miðbæ Ólafsfjarðar vegna Skíðamót Íslands. Felast þær í því að snjór eru keyrður á svæðið. Í síðasta hreti var snjó ýtt upp í skafla víðs vegar um bæinn og er nú verið að flytja þá skafla í brautina. Við þetta verk eru notaðir 3 vörubílar, 2 treilerar, 2 gröfur, 1 jarýta og einn snjótroðari. Að sögn umsjónarmanns skíðasvæðins ganga þessar framkvæmdir vel enda mikill tækjafloti á bak við þær.