Undirbúningur fyrir veturinn.

Ný girðing að rísa við ljósabil í efri-lyftu.
Ný girðing að rísa við ljósabil í efri-lyftu.

Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu undanfarnar vikur, er kominn hugur í skíðamannskapinn. En um helgina var vaskur hópur sem mætti í fjallið til að undirbúa snjósöfnun. Reistar voru nýjar girðinar og eldri girðingar fengu upplyftingu. Áætlað er að halda verkinu áfram um næstu helgi. Allir sem geta aðstoðað, eru velkomnir. Mæting í Brekkusel kl 09.00, þar verður sameinað í bíla og ekið upp á topp.