Unglingameistaramót á Siglufirði.

Um næstu helgi fer Unglingameistaramót Íslands fram á Siglufirð. 9 krakkar frá Skíðafélagi Dalvíkur taka þátt í mótinu sem sett verður annað kvöld. Mótið átti upphaflega að fara fram í Bláfjöllum en vegna snjóleysis þar var það fært til Siglufjarðar. Það er Skíðaráð Reykjavíkur sem er mótshaldari.