Unglingameistaramót Íslands.

Í dag hófst keppni á Unglingameistaramót Íslands sem haldið er í Hlíðarfjalli. Skíðafélag Dalvíkur á 9 keppendur á mótinu en þau stóðu sig mjög vel í dag og undirstrikuðu fínan árangur frá bikarmótinu sem var haldið á Siglufirði um síðustu helgi. Úrslitin eru á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar, skidi.is