Unglingameistaramót Íslands

Í dag átti keppni á UMÍ á Siglufirði að hefjast en ekkert varð að því vegna verðurs. Dagskrá mótsins á morgun er þannig að keppt verður í stórsvigi bæði í 13-14 ára og 15-16 ára. Á sunnudag verður síðan kepp í svigi í báðum flokkum. Ekki verður kepp í samhliðasvigi eins og til stóð. Start hjá 15-16 ára á morgun er kl.9:00 en hjá 13-14 ára kl. 12:30. 9 krakkar frá Skíðafélagi Dalvíkur taka þátt í mótinu.