13.12.2006
Um helgina fer fram Te-Pe mót í stórsvigi fyrir 10 - 14 ára eins og áður hefur komið fram hér á síðunni. Mótið fer fram í Hlíðarfjalli en enn liggja ekki fyrir upplýsingar um hvenær mótið hefst og er fólki bent á að fylgjast með á heimasíðu [link="http://www.skidi.is"]Skíðafélags Akureyrar[/link]. Foreldrar verða sjálfir að koma börnum sínum á mótið. Eins og áður þegar farið er á mót í Hlíðarfjalli verða keppendur að greiða lyftugjöld. Skráning á mótið fer fram í dag í Brekkuseli eða hjá þjálfara í síma 897-1224 utan æfingatíma. Við bendum fólki einnig á að lesa skilaboð frá þjálfara um mótið en þau er að finna undir tenglinum "Æfingar og mót" hér til hliðar.