Vel heppnað konukvöld.

Föstudagskvöldið 6. febrúar var skíðakonukvöld á Skíðasvæðinu á Dalvík. Það voru stelpur úr skíðafélaginu og Sportferðir sem skipulögðu kvöldið, útkoman var frábært og skemmtilegt kvöld þar sem Kristinn Ingi var með Karvingskíðakennslu, farið var í "Þrautadrottningu" og svo var gott að getað yljað sér við eldinn milli skíðaferða þar sem að það var býsna kalt þetta kvöld en að öðru leyti var veðrið eins og best verður á kosið. Stelpurnar fóru svo í smá sleðabrun á Dalvíkursleðanum hans Dags Óskars. Eins og á myndunum á myndasíðunni sést þá var mikið lagt í höfuðbúnaðinn og voru það tvær sem skiptu með sér verðlaunum fyrir það. Svo Komu Matti og Beggi og spiluðu og sungu fyrir og með slelpunum yfir léttum veitingum.