Vel heppnað viðmiðunarmót

Yfir 100 skíðabörn og kempur tóku þátt í viðmiðunarmóti Skíðafélagsins í gær. Mótið heppnaðist í alla staði vel og frábært að sjá hve margir mættu til leiks og skemmtu sér. Foreldrafélagið bauð síðan upp á kakó og vöfflur í mótslok og vakti það mikla lukku í frostinu. Úrslit mótsins eru í vinnslu og koma á heimasíðuna innan tíðar en þar kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Mót þetta verður síðan endurtekið í vetrarlok og þá verður forvitnilegt að sjá framfarir barnanna eftir veturinn. Kærar þakkir til allra sem komu að framkvæmd þessa viðburðar, margar hendur vinna létt verk!