Velheppnuð fullorðins opnun.

Aðstæður voru hinar bestu til kvöldskíðunar.
Aðstæður voru hinar bestu til kvöldskíðunar.

Í gærkvöld (miðvikudag) var fyrsta af þremur fullorðinskvöldum. Færið var dásamlegt og við allra hæfi, það sama má segja um veðrið. Þó nokkur fjöldi fólks nýtti sér þetta og var skíðað frá 20.00-22.00. Næsta fullorðinskvöld verður nk. miðvikudag kl.20.00. Sveinn Torfason, einn af þjálfurum félagsins verður á svæðinu og er tilbúinn að gefa góð ráð, hvort heldur sem er varðandi búnað eða tæknilegu hliðina.