Vetrinum lokið

Kæru gestir og velunnarar skíðasvæðisins á Dalvík. Þá er þessum sérstaka vetri lokið.
Það hafa verið væringar á opnun og lokun undanfarið vegna óvissu varðandi covid
og Andrésarleikana. En nú þegar þeir hafa verið felldir niður og hitastigið hækkar með 
hverri klukkustundinni þá teljum við þetta gott þennan veturinn.
Þessi vetur hefur verið okkur bæði erfiður en líka góður að mörgu leiti.

Veðurtíðin var öllu rólegri en þann síðasta og voru lokunardagar eilítið færri vegna veðurs,
en á móti kom að við urðum fyrir alvarlegri bilun í neðri lyftu sem eyðilagði nokkra skíðadaga.
Það hefði mátt snjóa meira og rigna minna en við fáum ekki við það ráðið.
Veturinn 2020-2021 komu um 8000 gestir og 79 opnunardagar og erum við ánægð með
það og líklegt er að þetta hefði orðið einn besti vetur skíðasvæðisins ef ekki hefði verið 
fyrir þær lokanir sem urðu vegna covid.

Þá var sérstaklega ánægjulegt að starf skíðafélagsins gekk verulega vel og var mikil þáttaka
á æfingum hjá skíða- og brettadeild félagsins og æfðu á milli 130-140 börn vetraríþróttir
hér í vetur. Göngubrautin var á sínum stað og var mikið notuð í vetur.

Við viljum þakka ykkur gestir góðir fyrir komuna og marga þá frábæru daga sem við höfum
átt hér í vetur.

Vonandi fáum við "venjulegan" vetur næst og mikið hlakkar okkur til að taka á móti ykkur.