Veturinn mættur

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum hér í Víkinni fögru að vetrarhörkur hafa tekið við af mildu haustinu.
Fyrir okkur hér á Skíðasvæðinu á Dalvík hefur lognið flýtt sér heldur mikið og er uppskeran eftir því.
Mikið hefur þó safnast við snjógirðingarnar og munar um minna. Við erum að hefja 3 snjóframleiðslu-
törnina í vetur nú í dag. Það eru góðar líkur á miklu frosti næstu daga og vonumst við með því að ná að klára
að gera Neðri Lyftubrekku færa, en fyrir er Barnabrekkan orðin klár.

Svo er það hitt málið og nefnist það Covid-19, því miður eru staðan þannig að okkur er ekki heimilt
að opna svæðið almenningi eins og staðan er í dag, vonandi mun það breytast 9. des.
Fram til þá megum við halda æfingar barna fædd 2005 og yngri. Sóttvarnalög fara fram á að ekki verði opið inn í
hús "Brekkusel" biðlum við því foreldra að sjá til þess að börnin komi hingað tilbúin til æfingar og sæki þau um leið og æfingu er lokið.
Eingöngu verður opnað fyrir neyðaratvik. Æfingar hefjast í næstu viku og mun stjórn Skíðafélagsins senda frá sér tilkynningu er það varðar um helgina.

Þá megum við opna göngubrautina og verður það gert um leið og snjómagn er nægt.

Sala vetrarkorta mun einnig hefjast í næstu viku og til að koma á móts við snubbóttan endi síðasta vetrar mun
Skíðafélagið bjóða upp á 20% afslátt af vetrarkortum í fjallið fram að áramótum, þetta á ekki við um göngubrautina.
Ekki verður hækkað neitt gjöldin hjá félaginu fyrir veturinn, hvorki af pössum né leigu, til að koma á 
móts við erfitt ástand í samfélaginu.

Megi snjórinn vera með ykkur og okkur.

Kv. Starfsfólk Skíðafélags Dalvíkur.