Viðbrögð við samkomubanni vegna Covid-19

Vegna Covid-19 höfum við á Skíðasvæði Dalvíkur ákveðið að taka til eftirfarandi ráðstafana 

  • Starfsemi skíðasvæðisins verður haldið áfram í óbreyttri mynd.
  • Sótthreinsispritt er vel aðgengilegt í öllum rýmum Brekkusels.
  • Takmarkað magn er af sætum í matsal til þess að halda hæfilegri fjarægð á milli einstaklinga.
  • Gætt verður að því að posar, hurðahúnar og aðrir algengir snertifletir verði þrifnir reglulega yfir daginn fyrir utan venjuleg dagleg þrif á Brekkuseli.
  • Veitingasala heldur áfram en sérlegu hreinlæti verður gætt í eldhúsi.

 

Við viljum einnig biðja fólk að

  • Takmarka notkun á Brekkuseli.
  • Takmarka notkun á salernum og nota salerni heima hjá sér þeir sem hafa tök á.
  • Þvo sér vel um hendur með sápu og nota síðan spritt fyrir og eftir mat og eftir klósettferðir eða reglulega.
  • Foreldrar æfingabarna sæki börn strax eftir æfingu eða frjálsa skíðun til að koma í veg fyrir að börnin séu að halda til inn í sal og í sófanum að ástæðulausu.
  • Að æfingabörn og aðrir gestir sleppi því að borða "nesti" í Brekkuseli og þeir sem hafa tök á borði frekar heima hjá sér.