17.02.2006
Dagana 21. og 22. febrúar næstkomandi verða haldin kvöldskíðamót í Böggvisstaðarfjalli. Þriðjudaginn 21. febrúar klukkan 17:30 verður Vímuvarnarmót Lions fyrir 12 ára og eldri. Keppt verður í svigi á Vímuvarnarmótinu. Miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 17:30 verður Þorramót fyrir 9 ára og eldri og þá verður keppt í stórsvigi.
Ólafsfirðingum og Akureyringum verður boðinn þátttaka á mótunum.
Skráning og númeraafhending verður í Brekkuseli kl. 16:30 báða dagana.
Nánari upplýsingar í síma 466-1136 eða valdis@dalvikurskoli.is