Vegna COVID-19

 

 

 

Tilkynning mótanefndar UMÍ 2020 vegna Covid-19

 

Unglingameistaramót Íslands fer fram á Dalvík og Ólafsfirði dagana 12-15 mars nk.  Mótanefnd hefur ákveðið að grípa til aðgerða til þess að varna smiti á Covid-19. Fyrst og fremst biðlum við til mótsgesta að gæta ítrasta hreinslætis og lágmarka snertingar við fólk.

Þær varúðarráðstafanir sem mótanefnd hefur gert eru m.a.

  • að gæta sérstaklega að hreinlæti á salernum, í matsölum og í eldhúsum skíðaskálanna á Ólafsfirði og á Dalvík.
  • að handspritt verði á salernum og hvetjum við mótsgesti til að huga sérstaklega að handþvotti og spritta á eftir.
  • að mótanefnd hvetur gesti til þess að fara eftir leiðbeiningum landlæknis og passa að hósta og hnerra ekki út í loftið, heldur í olnbogabót eða pappír.

Þá hefur sóttvarnarlæknir komið þeim tilmælum til þeirra sem hafa nýlega verið á svæðum sem eru skilgreind hættusvæði að þeir virði tilmæli um sóttkví. Við viljum því eindregið benda keppendum, þjálfurum, farastjórum og öðrum mótsgestum á að virða tilmæli sóttvarnarlæknis og mæta ekki á mótsstað ef tímasetning mótsins fellur innan þess tíma sem viðkomandi ætti að vera í sóttkví.

Það er von okkar að við getum átt góða daga á Dalvík og Ólafsfirði þessa helgi og óskum við eftir því að allir taki höndum saman og fræði sitt fólk um þessi mál.

Mótanefnd UMÍ mun síðan á næstu dögum ákveða hvort ástæða er til að gera einhverjar breytingar á dagská mótsins.

Mótanefnd UMÍ 2020