Fréttir & tilkynningar

13.11.2023

Dagur Ýmir og Torfi Jóhann í Svíþjóð.

Þeir félagar og frændur Dagur ýmir og Torfi Jóhann eru núna staddir í Indrefjallet í Svíþjóð við æfingar og verða þar næstu vikuna. Strákarnir héldu utan á föstudag ásamt æfingafélögum sínum í Skíðafélagi Akureyrar en strákarnir stunda sínar æfingar með Skíðfélagi Akureyrar eins og undanfarin ár. Er þetta undirbúningur fyrir komandi vertíð. Fyrsta FIS-mót hér á Íslandi er áætlað 15-16 desember í Bláfjöllum og stefna þeir báðir þangað.