Fréttir & tilkynningar

15.11.2019

Hörður Finnbogason nýr svæðisstjóri.

Við kynnum til leiks nýjan starfsmann Skíðafélagsins sem gegnir stöðu svæðisstjóra í Böggvisstaðafjalli. Hörður Finnbogason er giftur Freydísi Hebu Konráðsdóttur frá Ólafsfirði. Eiga þau drengina Arnar Helga 10 ára og Óðinn Helga 7 ára. Hörður er ferðamálafræðingur að mennt og hefur unnið 6-7 vetur í Hlíðarfjalli sem lyftuvörður, skíðagæslumaður, troðslumaður, skíðakennari, í snjóframleiðslu, svæðisstjóri og aðstoðað við viðhald. Þá er hann einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Aurora Reykjavik sem er Norðurljósasetur á Grandanum og hefur víðtæka reynslu í sölu og markaðsmálum í ferðaþjónustunni.

Viðburðalisti