Fréttir

Líf og fjör í fjallinu um páskana.

Þá fer að líða á seinnihluta skíðapáskanna hjá okkur í Böggvisstaðafjalli. Óhætt er að segja að fjallið hafi verið iðandi af fólki alla páskadaganna, enda hafa allir fundið eitthvað við sitt hæfi í brekkunum.
Lesa meira

páskaeggjaleit

Búð er að fela græn strá víðsvegar um fjallið og gengur leikurinn út á það að finna stráin og skila þeim til starfsmanns í afgreiðslu og fá verðlaun fyrir
Lesa meira

TEPE-mót í Hlíðarfjalli.

Í dag hélt Skíðafélag Akureyrar árlegt TEPE - mót þar sem keppt er í stórsvigi í öllum flokkum. Mótið byrjaði kl 09:00 í morgun á 8 ára og yngri, en kl 16:00 byrjuðu svo eldri krakkarnir 9 ára - 15 ára. Aðstæður í Hlíðarfalli voru hinar bestu, sól, logn og -0°C. Skíðafélag Dalvíkur átti nokkra þátttakendur í báðum ráshópum þ.e. bæði hjá yngri og eldri.
Lesa meira

Bikarmeistarar SKÍ 2018.

Eftir keppni sunnudagsins á UMÍ 2018 réðust úrslit í bikarkeppni Skíðasambandsins. Okkar fólk gerði harða atlögu í keppninni og hefur í vetur unnið jafnt og þétt að því að hala inn stigum.
Lesa meira

Frábær árangur á UMÍ 2018 Ísafirði

Þá er Unglingameistaramóti Íslands 2018 á Ísafirði lokið. Óhætt er að segja að okkar fólk í flokkum 12 - 15 ára hafi staðið sig með stakri príði bæði í brekkunum sem og fyrir utan þær. Frá Ísafirði komum krakkarnir heim með 8 unglingameistaratitla, tvo bikarmeistarartitla og tvo bikarmeistaratitla í liðakeppni ásamt annara verðlauna sem verða tíunduð hér fyrir neðan. Með hópnum fylgdi fríður hópur foreldra sem studdu krakkana og hvöttu til dáða.
Lesa meira

Páskar skíðasvæði Dalvíkur

Nú fer að líða að páskum og hefur skíðafélag Dalvíkur sett saman fjölbreyta og fjölskylduvæna dagskrá um páskana
Lesa meira

Torfi Jóhann og Brynjólfur Máni Unglingameistarar í svigi.

Í dag fór fram fyrsti dagur á UMÍ 2018 á Ísafirði. Aðstæður voru nokkuð krefjandi fyrir keppendur sem sýndi sig sérstaklega í flokki U16, þar sem nokkuð varð um brottfall bæði hjá stulkum og drengjum.
Lesa meira

Morgunfuglar í fjallinu.

Undanfarna daga hafa krakkarnir í 12 - 15 ára hópnum rifið sig í fjallið fyrir allar aldir. Æfingar eru keyrðar frá kl 06:00 - 07:30, eftir það fara krakkarnir velvöknuð í skólann. Hvort þetta sé fyrsti vorboðinn skal ósagt, en slik tímasetning á æfingum er algeng þegar líður á veturinn.
Lesa meira

Guðni Berg með tvöfallt í Stafdal.

Eins og áður hefur komið fram voru krakkarnir í 12-15 ára æfingahópnum í Stafdal um helgina. Ferðinn var mjög góð, aðstæður hinar bestu í Stafdal og mótahald gékk vel.
Lesa meira

Flottur dagur i Stafdal hjá 12-15 ára í dag.

Um helgina er elsti keppnishópur skíðafélagsins staddur í keppnisferð á Seyðisfirði. Keppt er í tveimur stórsvigum. Hópurinn telur 12 keppendur og 8 foreldra.
Lesa meira